Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. desember 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trúir ekki öðru en að Gylfi fái hlýjar móttökur
Gylfi mætir sínum gömlu félögum á morgun.
Gylfi mætir sínum gömlu félögum á morgun.
Mynd: Getty Images
Gylfi átti stóran þátt í því að Swansea féll ekki á síðasta tímabili.
Gylfi átti stóran þátt í því að Swansea féll ekki á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Leon Britton, fyrrum leikmaður Swansea og núverandi aðstoðarstjóri félagsins, býst ekki við öðru en að Gylfi Sigurðsson fái hlýjar móttökur frá stuðningsmönnum Swansea á morgun.

Everton og Swansea eigast við í ensku úrvalsdeildinni á morgun og Gylfi verður þar líklega í byrjunarliði.

Gylfi varð dýrasti leikmaður Everton í sumar. Everton borgaði Swansea 45 milljónir punda fyrir hann.

Kaupin voru lengi að ganga í gegn og gat Gylfi lítið æft með Swansesa á undirbúningstímabilinu vegna þess.

Hluti stuðningsmanna var ósáttur með það hvernig Gylfi yfirgaf félagið, en Britton neitar að trúa því að það verði illa tekið á móti honum, sérstaklega í ljósi þess að hann átti stóran þátt í því að Swansea hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Gylfi skoraði þá níu mörk og lagði upp 13 í viðbót.

„Ég er viss um að hann muni fá hlýjar móttökur frá stuðningsmönnum okkar, ég sé ekki af hverju hann ætti að fá eitthvað annað. Hann spilaði tvisvar með félaginu og stóð sig frábærlega," sagði Britton við Wales Online.

„Á síðasta tímabili var félagið í vandræðum og hann steig upp. Mörkin hans og stoðsendingar skiptu sköpum og stuðningsmennirnir eru ekki búnir að gleyma því hvernig leikmaður hann var fyrir okkur."

„Félagið fékk mikla peninga fyrir hann, og kannski fannst Gylfa að þetta væri rétta tækifærið fyrir sig. Ég man eftir öllu því frábæra sem hann gerði hér, og ég held að stuðningsmennirnir geri það líka."

Britton segir að Gylfi sé einn sé besti sem hann hafi spilað með.

„Hann er einn besti leikmaður sem ég hef spilað með. Hann var vanur að taka alltaf nokkra klukkutíma aukalega á æfingasvæðinu á meðan allir hinir voru farnir heim."

Leikurinn á morgun er Goodison Park en það munu væntanlega einhverjir stuðningsmenn Swansea gera sér ferð til Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner