Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. janúar 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nasri stoppar stutt í Tyrklandi
Mynd: Getty Images
Frakkinn Samir Nasri er við það að yfirgefa tyrkneska liðið Antalyaspor, en það er félagið sjálft sem greinir frá þessu.

„Skýr ákvörðun hefur verið tekin um það að Nasri sé á förum. Umboðsmaður hans mun koma og við munum ræða um hversu mikið félagið skuldar honum. Svo mun hann fara," sagði Cumhur Arici, stjórnarmaður hjá Antalyaspor við fréttastofu Dogan í Tyrklandi.

Nasri gekk í raðir Antalyaspor í ágúst síðastliðnum eftir að hafa verið í sex ár hjá Manchester City.

Nasri var að vonast eftir nýjum og ferskum kafla hjá Antalyaspor en það hefur ekki gengið sem skildi. Félagið er í fallbaráttu og fjárhagsvandræðum. Auk þess er Ali Safak Ozturk, sem fékk Nasri til Tyrklands, búinn að segja upp starfi sínu sem stjórnarformaður Antalyaspor. Það er óhætt að dvölin hafi ekki verið frábær fyrir Nasri, sem hefur spilað átta leiki og skorað tvö mörk í Tyrklandi.

Samuel Eto'o, fyrrum leikmaður Barcelona, Inter og Chelsea, er fyrirliði liðsins og hann ætlar að vera áfram.
Athugasemdir
banner
banner