Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. janúar 2018 13:39
Magnús Már Einarsson
Sevilla vill fá Sturridge á láni
Mynd: Getty Images
Sevilla hefur haft samband við Liverpool með það fyrir augum að fá framherjann Daniel Sturridge á láni.

Sevilla hefur rætt við Liverpool en félagið hefur þó ekki lagt fram formlegt tilboð.

Í gær bárust fréttir af því að Inter hefði lagt fram lánstilboð í hinn 28 ára gamla Sturridge en hann gæti verið á förum frá Liverpool.

Sturridge hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan í sigrinum gegn Spartak Moskvu 6. desember. Hann hefur skorað 63 mörk í 133 leikjum fyrir félagið síðan hann kom frá Chelsea fyrir fimm árum.

Hann skoraði 24 mörk tímabilið 2013/14 þar sem hann og Luis Suarez mynduðu baneitrað tvíeyki. Síðan þá hafa sífelld meiðsli gert honum erfitt fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner