Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. júní 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gallas: Tottenham er með of ungt lið
Mynd: Getty Images
Fyrrum varnarmaðurinn William Gallas segir að Tottenham verði í vandræðum í Meistaradeildinni á næstu leiktíð þar sem leikmannahópur liðsins er of ungur.

Spurs fer beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir að hafa lent í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Það gekk ekkert hjá Tottenham í Evrópukeppnum á nýliðnu tímabili og Gallas hefur ekki trú á því að það muni batna eitthvað.

„Það var leiðinlegt að sjá hvað gerðist hjá þeim á síðasta tímabili," sagði Gallas, sem lék með Tottenham og fleiri liðum á ferli sínum. „Þessi hópur hjá Tottenham er aðeins of ungur fyrir Meistaradeildina," sagði hann enn fremur.

„Meistaradeildin er ekki eins og enska úrvalsdeildin, þú þarft reynslu, þú þarft að halda einbeitingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner