Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júní 2017 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjólaði 1300 kílómetra eftir að liðið hélt sér uppi
Nicola með hjólið.
Nicola með hjólið.
Mynd: Getty Images
Davide Nicola, þjálfari Crotone í Seríu A, fer sínar eigin leiðir.

Hann gerði samkomulag við leikmenn sína í apríl að hann myndi hjóla langa vegalengd ef liðið myndi halda sér uppi.

Crotone var á leiðinni niður þegar samkomulagið var gert, en á ótrúlegan hátt tókst því að bjarga sér.

Hinn 44 ára gamli Nicola mætti í heimabæ sinn Vigone, nálægt Tórínó, í dag, níu dögum eftir að hafa lagt af stað frá Crotone, en hann hjólaði 1300 kílómetra á þessum níu dögum.

„Er ég þreyttur? Ég finn ekki einn fyrir neinum sársauka," sagði hann eftir að hafa klárað leiðina.

„Þetta hefur verið falleg ferð, ævintýri. Kannski verð ég eitthvað þreyttur frá og með morgundeginum, en það sem skiptir mig mestu máli núna er að ég náði markimiði mínu."

Fyrir þremur árum lést 14 ára gamall sonur Nicola í hjólreiðarslysi.
Athugasemdir
banner
banner
banner