Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. júní 2017 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndbandstækni líka notuð í leik Síle og Kamerún
Dómarinn látinn heyra það.
Dómarinn látinn heyra það.
Mynd: Getty Images
Síle bar sigurorð af Kamerún í seinni leik Álfukeppninnar í dag. Það tók Síle-menn tíma að skora fyrsta markið, en það tókst þó.

Við greindum frá því fyrr í dag að myndbandsdómgæsla hafi verið notuð þegar Portúgal og Mexíkó skildu jöfn, 2-2.

Pepe setti boltann í markið eftir að skot Cristiano Ronaldo hafði farið í slána, en aðstoðardómarinn var ekki viss og lyfti ekki flaggi sínu. Dómari leiksins bað því um að myndbandsdómarar myndu líta á atvikið og eftir það var markið dæmt af.

Myndbandstæknin er komin til að vera í Álfukeppninni, en hún var líka notuð í leik Síle og Kamerún.

Þegar fyrri hálfleiknum var að ljúka skoraði Eduardo Vargas, en með hjálp myndbandstækni var markið dæmt ógilt vegna rangstöðu.

Vargas tókst að skora í leiknum, en mark hans kom í uppbótartíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner