Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. júní 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Leno leikmaður Arsenal á morgun?
Leno er á leið til Arsenal.
Leno er á leið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar í Þýskalandi greina frá því í dag að Arsenal muni tilkynna um kaup á markverðinum Bernd Leno frá Bayer Leverkusen, á morgun. Bild í Þýskalandi segir að allt sér klárt og að Leno muni skrifa undir langtímasamning á morgun.

Leno kemur til með að taka við af Petr Cech sem aðalmarkvörður Lundúnafélagsins en ekki er vitað á þessari stundu hvort Petr Cech verði áfram hjá félaginu eða ekki.

Leno á sex landsleiki fyrir Þýskaland en er ekki með Þjóðverjum á HM. Kevin Trapp, Marc-Andre Ter Stegen og Manuel Neuer voru teknir fram yfir 26 ára gamla Leno.

Leno er uppalinn hjá Stuttgart en hefur verið hjá Leverkusen frá 2011. Hann hefur leikið meira en 300 leiki fyrir Leverkusen.

Leno verður annar leikmaðurinn sem Arsenal fær til sín í sumar. Bakvörðurinn Stephan Lichsteiner er kominn frá Juventus og þá er miðjumaðurinn Lucas Torreira sagður á leiðinni frá Sampdoria og miðvörðurinn Sokratis Papastathopoulous að koma frá Dortmund.
Athugasemdir
banner