Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. júlí 2017 10:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robertson á leið til Liverpool - Farinn úr æfingabúðum Hull
Robertson er á leið til Liverpool.
Robertson er á leið til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool er í viðræðum við Hull City um kaup á bakverðinum Andrew Robertson, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Robertson, sem leikur sem vinstri bakvörður, er farinn heim til Englands eftir að hafa verið í æfingabúðum Hull í Portúgal.

Talið er að kaupverðið á honum verði 10 milljónir punda. Fram kemur hjá Sky Sports að Hull hafi samþykkt tilboð Liverpool.

Robertson spilaði 39 leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili er Hull féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 23 ára gamli Robertson er skoskur landsliðsmaður. Hann hóf feril sinn með Queen's Park áður en hann fór til Dundee United. Hann gekk síðan í raðir Hull fyrir þremur árum síðan.

Nú er hann á leið til Liverpool, en félagið hefur nú þegar fengið Mohamed Salah frá Roma og Dominic Solanke frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner