Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júlí 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valencia fékk rautt eftir að Mourinho neitaði að taka hann út af
Valencia í leiknum í nótt.
Valencia í leiknum í nótt.
Mynd: Getty Images
Antonio Valencia, bakvörður Manchester United, fékk að líta rauða spjaldið í æfingaleik gegn Real Salt Lake í Bandaríkjunum í nótt.

Man Utd vann leikin 2-1 eftir sigurmark frá Romelu Lukaku.

Valencia kom inn í hálfleik og átti að spila seinni hálfleikinn, en eftir stundarfjórðung var hann búinn að næla sér í rautt spjald.

Dómari leiksins bað Mourinho um að skipta Valencia af velli eftir grófa tæklingu, en Mourinho neitaði að gera það.

„Það var töf vegna þess að dómarinn bað mig um að taka leikmanninn út af og ég gerði það ekki," sagði Mourinho.

„Ég var ekki sammála dómnum. Saucedo, ég held að strákurinn heiti það, var mjög aggressívur í seinni hálfleiknum. Það sást eftir það sem gerðist Mata og það voru fleiri atriði."

„Þetta var vináttuleikur, en það var samt gott fyrir okkur upp á framhaldið að spila einum færri," sagði Mourinho.

Juan Mata meiddist í leiknum, en Mourinho vonar að það sé ekki alvarlegt. Hann býst við því að hann verði eitthvað frá.

„Mata er með bólginn ökkla, en ég vona að það sé ekki alvarlegt. Nokkrir dagar, kannski vika."
Athugasemdir
banner
banner
banner