Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. september 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
Heimslisti FIFA - Ísland aldrei verið ofar
Íslenska liðið fagnar marki gegn Tyrkjum.
Íslenska liðið fagnar marki gegn Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fer upp fyrir Tyrkland.
Ísland fer upp fyrir Tyrkland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland flýgur upp um tólf sæti á nýjum heimslista FIFA sem var kynntur í morgun en liðið er í 34-35. sæti ásamt Serbíu.

3-0 sigurinn á Tyrkjum kemur liðinu upp um tólf sæti en Ísland hefur aldrei verið jafn ofarlega á heimslistanum í sögunni.

Fyrra met var orðið 20 ára gamalt eða frá september mánuði árið 1994 þegar Ísland komst í 37. sætið. Ásgeir Elíason heitinn stýrði Íslandi á þeim tíma og þegar listinn kom út hafði Ísland unnið þrjá vináttulandsleiki heima í röð, gegn Bólivíu, Eistlandi og Furstadæmunum.

Heimslisti FIFA
1. Þýskaland
2. Argentína
3. Kolumbía
4. Holland
5. Belgía
6. Brasilía
7. Úrúgvæ
8. Spánn
9. Frakkland
10. Sviss
11. Portúgal
12. Síle
13. Ítalía
14. Grikkland
15. Kosta Ríka
16. Mexíkó
17. Bandaríkin
18. England
19. Króatía
20. Alsír
21. Ekvador
22. Fílabeinsströndin
23. Rússland
24. Úkraína
25. Bosnía og Herzegóvína
26. Rúmenía
27. Danmörk
28. Tékkland
29-30. Skotland
29-30. Wales
31. Túnis
32. Svíþjóð
33. Gana
34-35. Ísland
34-35. Serbía
36. Senegal
37. Nígería
38. Tyrkland
39. Austurríki
40. Slóvakía
Athugasemdir
banner
banner
banner