Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. september 2014 11:30
Magnús Már Einarsson
Redknapp hefur ekki áhyggjur af verstu byrjun enskra félaga
Redknapp lék með Liverpool á árum áður.
Redknapp lék með Liverpool á árum áður.
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, sérfræðingur á Sky, segir að það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur þrátt fyrir verstu byrjun enskra félaga í Meistaradeildinni í sögunni.

Manchester City og Arsenal töpuðu bæði á útivelli í Þýskalandi, Chelsea gerði jafntefli við Schalke á heimavelli og Liverpool rétt marði Ludogorets frá Búlgaríu í vikunni.

Fjögur stig af tólf mögulegum er minnsta uppskera enskra félaga í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðan að fjögur lið frá Englandi fóru að taka þátt fyrir tólf árum síðan.

,,Ef þú hefðir sagt við mig fyrir leikina 'reiknar þú með að Arsensal fari til Dortmund og vinni?' þá hefði ég líklega sagt 'nei, þeir gætu kannski stolið stigi," sagði Redknapp.

,,Þetta er það sama með Man City gegn Bayern. Þetta eru mjög erfiðir leikir."

,,Ég bjóst við að Liverpool myndi slátra Ludogorets og það voru furðuleg úrslit. Chelsea kom líka á óvart gegn Schalke."

,,Ég tel að það þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu ennþá. Chelsea byrjaði mjög rólega á síðasta tímabili þegar liðið tapaði gegn Basel í fyrsta leik."

,,Ég held að leikirnir hafi bara verið erfiðir, sérstaklega fyrir Manchester City og Arsenal."

Athugasemdir
banner
banner
banner