Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. nóvember 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu dramatískt sigurmark U21 - Endurkoman fullkomnuð
Óttar Magnús skoraði sigurmarkið.
Óttar Magnús skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri háði magnaða endurkomu í undankeppninni fyrir EM 2019 í vikunni. Íslensku strákarnir sóttu lið Eistlands heim í Tallinn.

Eistar komust 1-0 yfir undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi seinni hálfleiks voru heimamenn komnir í 2-0. Staða Íslands alls ekki góð, en strákarnir gáfust ekki upp.

Albert Guðmundsson, fyrirliði, minnkaði muninn á 56. mínútu og á 74. mínútu jafnaði Hans Viktor Guðmundsson metin.

Óttar Magnús Karlsson hafði komið inn á í seinni hálfleiknum og
hann kom Íslandi í 3-2 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Ísland náði að halda út og mögnuð endurkoma liðsins staðreynd.

Eftir sigurmarkið braust út mikil gleði, en hér að neðan er myndband af sigurmarki Íslands í leiknum.

Sjá einnig:
Eyjólfur eftir endurkomuna í Eistlandi: Góð kennslustund



Athugasemdir
banner
banner
banner