Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. desember 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Poyet: Ég er ekki stjóri
Poyet hefur oft verið hressari.
Poyet hefur oft verið hressari.
Mynd: Getty Images
Gus Poyet hefur beðið fjölmiðla um að kalla sig ekki knattspyrnustjóra Sunderland heldur yfirþjálfara.

Poyet er ósáttur við að fá ekki að hafa meira að segja þegar kemur að leikmannamálum hjá Sunderland.

,,Ég vil meiri gæði í hópinn. Held ég að sú ósk muni rætast? Ég veit það ekki," sagði Poyet.

,,Ég er yfirþjálfari. Ég ætla ekki að vera yfirþjálfari þegar fólki hentar og stjóri þegar það hentar ekki."

,,Ef þið eruð heppnir þá fáið þið tækifæri til að ræða við einhvern sem stjórnar innkaupunum (hjá Sunderland). Ef ekki, ekki spyrja mig út í þetta,"
sagði Poyet reiður við fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner