Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. febrúar 2017 19:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Berbatov í leit að nýju liði
Berbatov er að leita sér að nýju liði
Berbatov er að leita sér að nýju liði
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United og Tottenham hefur verið félagslaus síðan hann spilaði PAOK í Grikklandi en hann yfirgaf Grikkland í júní í fyrra.

Berbatov er hins vegar ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og er að leita sér að nýju liði.

Leikmaðurinn er orðinn 36 ára og hefur einnig spilað með liðum eins og Bayer Leverkusen og Monaco.

Berbatov varð markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2010-11 ásamt Carlos Tevez.

„Ég er að leitta að nýju liði. Mér líður vel og ég held mér í formi. Það er erfitt að hætta," sagði Berbatov.
Athugasemdir
banner
banner
banner