Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. febrúar 2017 21:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Besti varamannabekkur sögunnar hjá Man Utd í dag?
Varamannabekkur Man Utd var ansi sterkur í dag
Varamannabekkur Man Utd var ansi sterkur í dag
Mynd: Getty Images
Manchester United sigraði Blackburn í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag en varamannbekkur stórliðsins vakti athygli í dag.

Fyrir utan að vera einn dýrasti varamannabekkur sögunnar, þá vilja margir meina að hann hafi einnig verið einhver sá sterkasti í sögunni.

Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic byrjuðu báðir á bekknum í dag en þeir komu inn á 62. mínútu og skoraði Zlatan sigurmarkið eftir stoðsendingu Pogba.

Juan Mata kom einnig inn á völlinn undir lok leiksins.

Aðrir sem voru á bekknum voru Eric Bailly, Bastian Schweinsteiger, Luke Shaw og Dean Henderson en sá síðastnefndi er ungur varamarkvörður, líklega til þess að vega upp á móti stórstjörnur bekksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner