Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. mars 2017 13:30
Stefnir Stefánsson
Byrjunarlið Tottenham og Southampton: Son leiðir línuna
Heung-Min Son byrjar frammi hjá Spurs í fjarveru Kane
Heung-Min Son byrjar frammi hjá Spurs í fjarveru Kane
Mynd: Getty Images
Tottenham fær Southampton í heimsókn í hörkuleik á White Hart Lane í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:15 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Tottenham. Þeir þurfa sigur ætli þeir sér að eiga eitthverja möguleika á að ná Chelsea í titilbaráttunni.

Mauricio Pochettino hefur ákveðið að stilla upp í 3-4-3 kerfi þar sem að Heung-Min Son byrjar frammi í fjarveru Harry Kane sem verður fjarri góðu gamni í nokkrar vikur. En hann meiddist í bikarleiknum gegn Millwall. Þá eru Tottenham enn án Danny Rose og Erik Lamela.

Southampton stillir upp í 4-2-3-1 með Yoshida og Stephens í hjarta varnarinnar. Redmond, Tadic og Ward Prowse byrja fyrir aftan Manolo Gabbiadini sem hefur verið sjóðheitur síðan hann kom til liðsins.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Dier, Alderweireld, Vertonghen, Walker, Wanyama, Dembele, Davies, Eriksen, Alli, Son.
Varamenn: Vorm, Trippier, Wimmer, Winks, Sissoko, Onomah, Janssen.

Byrjunarlið Southampton: Foster, Yoshida, Romeu, Stephens, Soares, Bertrand, Davies, Redmond, Tadic, Ward-Prowse, Gabbiadini.
Varamenn: Hassen, McQueen, Hojbjerg, Boufal, Caceres, Rodriguez, Long.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner