Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. apríl 2015 18:42
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne jafnaði fyrir Wolfsburg
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir spilaðir í þýska boltanum í dag þar sem Wolfsburg gerði jafntefli við Schalke og Werder Bremen lagði botnlið Hamburger SV.

Wolfsburg stjórnaði leiknum gegn Schalke en lenti undir snemma í síðari hálfleik þegar Leroy Sane kom gestunum yfir.

Heimamenn sóttu stíft út leikinn og það var Kevin de Bruyne sem skoraði jöfnunarmarkið tólf mínútum fyrir leikslok.

Franco Di Santo, fyrrverandi leikmaður Wigan, Blackburn og Chelsea, skoraði eina mark leiksins í sigri Werder á HSV úr vítaspyrnu undir lokin.

Wolfsburg 1 - 1 Schalke
0-1 Leroy Sane ('53)
1-1 Kevin de Bruyne ('78)

Werder Bremen 1 - 0 Hamburger SV
1-0 Franco Di Santo ('84, víti)
Rautt spjald: Valon Behrami, HSV ('82)
Athugasemdir
banner
banner