Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. apríl 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfest að Wilshere spili ekki meira á tímabilinu
Wilshere er enn og aftur meiddur.
Wilshere er enn og aftur meiddur.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jack Wilshere er enn og aftur meiddur. Það er núna staðfest að hann muni ekki spila meira á þessu tímabili.

Wilshere, sem hefur verið í láni hjá Bournemouth frá Arsenal, meiddist á ökkla á vinstri fæti eftir samstuð við Harry Kane í 4-0 tapi gegn Tottenham á laugardag.

„Það er mikið áfall að missa Jack," sagði Eddie Howe, stjóri Bournemouth, en Wilshere er þekktur meiðslapési.

Wilshere hefur spilað 29 leiki á þessu tímabili, án þess þó að skora mark, en hann kom til Bournemouth á gluggadegi síðasta sumar.

Það kom í ljós eftir skoðun að Wilshere hafði brotið bein í fæti sínum og hann mun því missa af síðustu fimm leikjum Bournemouth á tímabilinu. Hann mun núna snúa aftur til Arsenal.

„Við höfum haft gaman að því að vinna með honum frá því í ágúst," sagði Howe einnig. „Hann hefur hjálpað okkur mikið á tímabilinu og við óskum honum góðs bata."
Athugasemdir
banner
banner
banner