Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. apríl 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Stór félög berjast um Kolasinac
Mynd: Getty Images
Arsenal, Everton, Manchester City og AC Milan hafa öll boðið Sead Kolasinac samning.

Hinn 23 ára gamli Kolasinac er vinstri bakvörður Schalke en hann verður samningslaus í sumar.

Ólíklegt þykir að Kolasinac geri nýjan samning við Schalke og hann má ræða við önnur félög.

Undanfarið hefur Kolasinac verið sterklega orðaður við Arsenal en AC Milan hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum.

Kolasinac var í yngri landsliðum Þýskalands en árið 2013 ákvað hann að byrja að leika með A-landsliði Bosníu og Hersegóvínu þar sem foreldrar hans eru þaðan.
Athugasemdir
banner
banner