Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 19. maí 2016 09:35
Magnús Már Einarsson
Götze efstur á óskalista Liverpool
Powerade
Mario Götze er orðaður við Liverpool.
Mario Götze er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Hvar endar Carrick?
Hvar endar Carrick?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með nóg af slúðri á blaðsíðum sínum þessa dagana.



Arsenal er að íhuga að gera mettilboð í Alvaro Morata, framherja Juventus, en hann gæti orðið dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. (London Evening Standard)

Manchester United óttast að leikstíll Louis van Gaal, gæti orðið til þess að Pierre-Emerick Aubameyang vilji ekki koma til félagsins frá Borussia Dortmund. (Daily Mail)

Antonio Conte, nýr stjóri Chelsea, vill fá Radja Nainggolan og Kostas Manolas frá Roma. (London Evening Standard)

Pep Guardiola, verðandi stjóri Manchester City, vill fá Ilkay Gundogan frá Dortmund í sumar. (Daily Mail)

Yaya Toure er í viðræðum við Inter. (Sun)

Inter segir að Mauri Icardi sé ekki á förum en framherjinn hefur verið orðaður við Manchester United. (Daily Express)

Everton, Stoke og West Ham vilja fá Michael Carrick frítt frá Manchester United í sumar þegar samningur hans rennur út. Carrick vill vera áfram hjá Manchester United ef Jose Mourinho tekur við liðinu. (Daily Star)

Valencia hefur boðið Manchester United að kaupa miðjumanninn Andre Gomes. (Metro)

Leicester hefur áhyggjur af því að Arsenal ætli að kaupa N'Golo Kante á tuttugu milljónir punda í sumar. (Daily Mirror)

Reece Oxford, 17 ára varnarmaður West Ham, vill fá nýjan samning upp á 40 þúsund pund á viku sem og eina milljón punda við undirskrift. Oxford hefur verið orðaður við Manchester United. (Sun)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, ætlar að hafna Everton en hann vonast til að fá stærra starf á næsta ári. (Daily Mirror)

John Terry samþykkti að lækka laun sín um 100 þúsund pund á viku til að vera áfram hjá félaginu. (Sun)

Chelsea er í leit að miðverði, þrátt fyrir að Terry hafi gert nýjan samning. Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, er á óskalistanum. (Times)

West Ham ætlar að hækka tilboð sitt í Callum Wilson, framherja Bournemouth, en Tottenham hefur líka áhuga. (Guardian)

Liverpool hefur áfram sömu skotmörk á leikmannamarkaðinum þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð Evrópusæti. Mario Götze, leikmaður Bayern, er efstur á ósklistanum. (Liverpool Eco)

Leicester ætlar að fá þrjá til fjóra nýja leikmenn í sumar. Gianluca Lapadula er líkleag á leiðinni en hann hefur skorað 26 mörk í 39 leikjum í Serie B með Pescara. (Leicester Mercury)

Manchester United og Manchester City vilja fá Leroy Sane, framherja Schake. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner