Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. júlí 2017 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cruyff, Viðar og félagar mættir til Íslands - „Þetta var löng ferð"
Jordi Cruyff lék á sínum tíma með Manchester United.
Jordi Cruyff lék á sínum tíma með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta var löng ferð," sagði Jordi Cruyff, þjálfari Maccabi Tel Aviv þegar hann ræddi við heimasíðu félagsins í dag.

Annað kvöld mætir Maccabi liði KR í Evrópudeildinni, en um seinni leik liðanna er að ræða. Fyrri leikurinn, í Ísrael, endaði 3-1 fyrir heimamönnum í Maccabbi Tel Aviv.

Það var mikill hiti þegar liðin spiluðu í Ísrael og var vatnspása m.a. nauðsynleg. Aðstæður á morgun verða öðruvísi.

„Það er vindur og kalt, þannig að það verður mikill munur frá leiknum í síðustu viku, en við verðum að aðlagast og spila okkar leik."

„Ég býst við því að þeir (KR) muni pressa okkur mikið og treysta mikið á langa bolta. Það er undir okkur komið að takast á við það."

„Við megum ekki leyfa okkur að koma hingað og vera ekki 100% einbeittir," sagði sá hollenski.

„Við megum ekki vanmeta KR."

„Alltaf gaman að spila hér"

Viðar Örn Kjartansson, framherji ísraelska liðsins, skoraði í fyrri leiknum og hann er spenntur fyrir leiknum á morgun.

„Það verður gaman að spila hér. Það verður erfitt að spila á þessum velli, en ég hlakka til," sagði Viðar.

„KR spilar alltaf vel á heimavelli og þetta verður erfiður leikur."

„Fjölskylda mín og vinir munu mæta á völlinn og það mun gefa mér auka hvatningu," sagði Viðar að lokum.

Smelltu hér til að sjá viðtalið.

Leikur KR og Maccabi Tel Aviv hefst annað kvöld kl. 19:15.
Athugasemdir
banner
banner