Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2017 15:55
Elvar Geir Magnússon
Clattenburg ætlar að dæma fleiri leiki á Englandi
Clattenburg að störfum á Laugardalsvelli.
Clattenburg að störfum á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enskir fjölmiðlar greina frá því að dómarinn Mark Clattenburg hafi ekki alveg sagt skilið við ensku úrvalsdeildina.

Clattenburg, sem er að margra mati besti dómari heims, er að verða yfirmaður dómaramála í Sádi-Arabíu eins og greint var frá í síðustu viku.

Eftir að hafa fundað með Mike Riley, yfirmanni dómaramála, er Clattenburg sagður hafa samþykkt að dæma allavega fjóra leiki til viðbótar.

Clattenburg hefur dæmt í efstu deild Englands í tólf ár en í fyrra dæmdi hann bæði úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Evrópukeppni landsliða.

Clattenburg fær mikla launahækkun þegar hann færir sig yfir til Mið-Austurlanda en brotthvarf hans hefur kallað fram mörg viðbrögð.

„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur. Hann er einn besti dómari landsins," sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea.

Clattenburg mun halda um flautuna á leik West Brom og Bournemouth um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner