Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2017 21:30
Stefnir Stefánsson
Myndir: Strípalingur hljóp inná í leik Sutton og Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsenal og Sutton eigast nú við í Enska bikarnum og staðan er 2-0 Arsenal í vil þegar hálftími er eftir af leiknum. Lucas Perez skoraði fyrra mark gestanna en Theo Walcott bætti síðan við öðru markinu.

Skondið atvik átti sér stað þegar um rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá tók einn stuðningsmaður Sutton United sig til og hljóð á nærfötunum og með gíraffahúfu einum klæða inn á völlinn. Atvikið vakti mikla athygli og fólk hefur ýmis lýst yfir ánægju sinni eða bölvað uppákomunni á samfélagsmiðlum.

Myndatökumaður Daily Mail náði myndum af atvikinu en þær má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner