Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2017 21:05
Elvar Geir Magnússon
Orri Sigurður með Val­erenga á Spáni
Orri Sigurður í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Orri Sigurður í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, flaug til Spánar í gær þar sem norska úrvalsdeildarliðið Valerenga er í æfingabúðum á Marbella.

Orri mun æfa með Valerenga til reynslu en auk hans eru tveir aðrir leikmenn með liðinu ytra til að sýna sig og sanna.

Orri, sem er fæddur 1995, hefur verið lykilmaður hjá Val síðustu tvö tímabil og bæði árin lyft bikarnum með liðinu.

Hann er uppalinn hjá HK en var í yngri liðum AGF áður en hann fór til Vals.

Hann á fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands en spilaði sinn fyrsta A-landsleik í síðasta mánuði þegar hann kom inn sem varamaður í vináttuleik gegn Kína. Hann lék svo allan leikinn þegar Ísland tapaði 0-1 fyrir Mexíkó í vináttuleik á dögunum.

Valerenga hafnaði í tíunda sæti af sextán liðum í norsku úrvalsdeildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner