Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. apríl 2018 12:15
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Ólafur Aron Pétursson (KA)
Ólafur Aron Pétursson.
Ólafur Aron Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA er spáð spáð fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina. Hjá KA er það miðjumaðurinn Ólafur Aron Pétursson.

Fullt nafn: Ólafur Aron Pétursson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Frimmi er óþolandi

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014 var fyrsti mótsleikurinn

Uppáhalds drykkur: Pepsi Max

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Kia Rio

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Brooklyn nine-nine eru mjög góðir, mæli með

Uppáhalds tónlistarmaður: James Bay er minn maður

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram og Snapchat

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Tarik í C9 er geggjaður

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, mars og hlaup

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Farinn að sofa?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór er held ég auðveldasta svarið

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Steven Lennon er góður

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Almarr tuðar ekkert eðlilega mikið, óþolandi leikmaður.

Sætasti sigurinn: Vinna Grindavík 2016 og lyfta inkasso bikarnum var gaman

Mestu vonbrigðin: Hefði verið gaman að komast í Evrópu í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birgir Þór Sverrisson væri sexy í KA treyjunni

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Alla leiki á föstudögum eða laugardögum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Litla sys er ennþá talin efnileg held ég, Anna Rakel í Þór/KA

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Birgir Þór Sverrisson er gulfallegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Anna Rakel í Þór/KA er með geggjuð gen

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Bretarnir eru rosalegir

Uppáhalds staður á Íslandi: Hvanneyri er frábær staður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Archie skoraði 2 á móti Þrótti í lengjunni, það var mjög skemmtilegt og eitthvað sem mun aldrei gerast aftur.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Kíki í símann og tek eitt borð í Bounzy, hörku leikur

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: csgo

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Fylgdist yfirleitt ekki með

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Fairytale með Alexander Rybak og You með Robin Stjernberg eru topplög

Vandræðalegasta augnablik: Töpuðum 6-1 á móti þór

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Almarr Ormarsson, Baldvin Ólafsson og Halldór Hermann Jónsson. Davíð Rúnar Bjarnason er svo first sub ef einhverjum langar heim

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Aldrei smakkað áfengi
Athugasemdir
banner
banner