Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. maí 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ricardo Pereira í Leicester (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Leicester hefur staðfest það að bakvörðurinn Ricardo Pereira sé á leið til félagsins frá Porto. Sagt er að kaupverðið séu 25 milljónir evra.

Pereira er búinn að semja við Leicester en hann má formlega ganga í raðir félagsins þann 9. júní næstkomandi.

Pereira er 24 ára hægri bakvörður sem getur einnig spilað á kantinum. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Leicester, en hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

Claude Puel, stjóri Leicester, þekkir leikmanninn vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Nice þar sem hann var í láni.

Ricardo spilaði 43 leiki með Porto á þessu tímabili þar af voru sjö þeirra í Meistaradeildinni. Hann er í HM-hópi Portúgals sem var tilkynntur á dögunum.

Leicester endaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.



Athugasemdir
banner