Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. september 2017 18:05
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd gegn Burton: Lindelöf og Carrick byrja
Victor Lindelöf er í byrjunarliði Man Utd.
Victor Lindelöf er í byrjunarliði Man Utd.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Victor Lindelöf, miðjumaðurinn Michael Carrick og markvörðurinn Sergio Romero eru í byrjunarliði Manchester United sem mætir Burton í þriðju umferð enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.

David de Gea, Antonio Valencia, Eric Bailly og Nemanja Matic eru hvíldir. Þá eru Marcos Rojo, Axel Tuanzebe og Paul Pogba á meiðslalistanum.

Burton er í 19. sæti Championship-deildarinnar en Manchester United situr við hlið Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Byrjunarlið Man Utd: Romero; Darmian, Lindelöf, Smalling, Blind; Carrick, Herrera; Lingard, Mata, Martial; Rashford.

(Varamenn: J. Pereira, Jones, Shaw, Young, McTominay, Fellaini, Lukaku)

Sjá einnig:
Önnur byrjunarlið kvöldsins


Athugasemdir
banner
banner
banner