Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. október 2014 09:30
Elvar Geir Magnússon
Geir Þorsteins: Þurfum að bregðast við og það hratt
„Hlýtur að koma að okkur."
Hugmynd að nýjum Laugardalsvelli.
Hugmynd að nýjum Laugardalsvelli.
Mynd: KSÍ
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður byggt hótel við nýjan Laugardalsvöll?
Verður byggt hótel við nýjan Laugardalsvöll?
Mynd: KSÍ
Laugardalsvöllur eins og hann er í dag.
Laugardalsvöllur eins og hann er í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvenær verður Laugardalsvöllur hringbyggður?
Hvenær verður Laugardalsvöllur hringbyggður?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur verið byggð upp aðstaða fyrir ýmislegt í íslensku samfélagi. Tónlistarfólki tókst að fá draum sinn uppfylltan með Hörpunni og ég tel að knattspyrna skipi það stóran sess hjá þjóðinni að einhvern tímann komi að okkur. Vonandi sýna stjórnmálamennirnir það í verki að íþróttirnar njóti sammælis," segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Geir úr útvarpsþætti okkar á X-inu á laugardag en þar var mikið rætt um framtíð Laugardalsvallar.

Hugmyndir eru uppi um stækkun Laugardalsvallar svo byggðar verði stúkur fyrir aftan mörkin og myndi nýr leikvangur taka um 15 þúsund manns í sæti samkvæmt þeim hugmyndum sem nú eru í gangi.

„Það hefur verið mikið talað um að við þurfum að eignast alvöru gryfju, alvöru knattspyrnuleikvang. Ég vil auðvitað að við eignumst alvöru þjóðarleikvang en við erum lítil þjóð og efnahagsmálin eru erfið. Það hefur spilað inn í allt okkar starf," segir Geir.

Tómt mál að tala um að byggja upp völlinn með hlaupabrautum
Reykjavíkurborg á Laugardalsvöll svo boltinn er að stórum hluta hjá borgaryfirvöldum. UEFA hefur gefið vilyrði fyrir því að leggja til fjármagn fyrir upphituna- og vökvunarkerfi á nýjan völl.

„Það er erfitt að byggja upp mannvirki því það þarf að nýtast og það þarf að fást fjármagn til baka. Þess vegna hefur þetta gerst rosalega hægt en það var mikilvægt skref þegar við náðum saman með frjálsíþróttasambandinu (FRÍ) um að þessar íþróttir eiga ekki samleið. Það er bara tómt mál að tala um að byggja upp þennan völl með hlaupabrautum. Ég ber mikla virðingu fyrir frjálsum íþróttum og vil að það verði byggður upp annar þjóðarleikvangur fyrir frjálsar íþróttir."

Laugardalsvöllur er sem stendur einnig heimavöllur FRÍ sem vill að byggður verði nýr leikvangur undir frjálsar íþróttir í Laugardal. Ekki hefur fundist lausn í þeim efnum.

Getum ekki verið í þessari stöðu
Þar sem Laugardalsvöllur er mjög opinn er hann illa varinn gegn veðri og vindum auk þess að sú staðreynd að völlurinn er ekki upphitaður hefur skapað ýmis vandræði. Til að mynda var tæpt að leikfært yrði þegar Ísland mætti Hollandi á dögunum.

„Það er auka taugaveiklun að þurfa að hugsa út í hvort völlurinn verði tilbúinn en geta ekki einbeitt sér að liðinu eða að ná árangri. Við höfum séð snjóa í október og það getur gerst eins og hendi sé veifað í Reykjavík. Við getum ekki verið í þeirri stöðu að vera á nálum hvort leikurinn geti farið fram eða ekki," segir Geir.

„Það hefur ekki verið mikið fjallað um það á Íslandi en það kemur ný keppni eftir HM 2018. Þá kemur Þjóðardeildin inn og þá verða landsleikir í henni spilaðir í september, október og nóvember. Þá erum við að fara að spila sex leiki á þremur mánuðum og eftir það spilum við alltaf í mars og nóvember. Þetta gjörbreytist og við þurfum að bregðast við og það hratt."

Hótel samtengt Laugardalsvelli?
Hugmyndir Geirs snúa að því að nýta nýjan Laugardalsvöll í aðra starfssemi. Hægt verði að nýta leikvanginn mögulega undir tónleika og byggja við hann hótel, veitingastaði eða annað .

„Mín hugsun er sú að í stúkum sem verði byggðar við endana skapist byggingarrými fyrir þjónustu sem gæti borið upp rekstur vallarins. Til dæmis hótel, það eru fá svæði sem henta betur en Laugardalurinn. Í þessari vinnu sem við höfum verið að vinna hefur haft samband við okkur fjárfestir sem hefur komið auga á þennan möguleika í Laugardalnum. Það verður að draga einkaaðila að þessu sem telja sig fá fjármagn til baka eftir langt tímabil," segir Geir.

„Við verðum að vera heiðarlegir með það að á ári hverju eru kannski þrír til fimm stórir landsleikir. Rekstur vallarins verður ekki tryggður með því. Í þessum mannvirkjum verður því að vera þjónusta sem getur rekið þau og skilað þjónustu til borgarinnar. Ég vona að við fáum samþykki Reykjavíkurborgar í sátt við FRÍ en þetta á allt eftir að koma í ljós."

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Geir úr útvarpsþætti okkar á X-inu á laugardag en þar var mikið rætt um framtíð Laugardalsvallar.
Athugasemdir
banner
banner
banner