Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 20. október 2017 17:22
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Hallbera: Var aldrei stressuð
Hallbera tekur innkast í dag.
Hallbera tekur innkast í dag.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta er einn af bestu leikjum sem ég man eftir. Manni leið ótrúlega vel inni á vellinum. Við vorum einhvern veginn með svör við öllu,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir eftir glæstan sigur Íslands á Þýskalandi. Ísland hafði ekki skorað mark gegn Þýskalandi í 30 ár fyrir leikinn í dag en bætti um betur og skoraði þrjú í dag. Lokatölur 3-2 fyrir Íslandi sem byrjar undankeppni Heimsmeistaramótsins af krafti.

Lestu um leikinn: Þýskaland 2 -  3 Ísland

„Það var smá panik í restina þegar þær náðu að setja á okkur eitt mark í viðbót en ég var aldrei stressuð yfir þessu,“ sagði Hallbera en þýska liðið er í gríðarlega góðu líkamlegu formi og þekkt fyrir að gera út um leiki á lokamínútunum.

„Freyr er svo góður í að berja trúna í okkur. Hann var í rauninni búinn að leggja þetta svona upp fyrir okkur. Hann vissi að við myndum fá færin og við nýttum þau. Við hefðum getað verið 3-0 yfir í hálfleik.“

Íslensku landsliðskonurnar fá ekki langan tíma til að fagna en næsti leikur er strax á þriðjudag. Þá mætir Ísland sterku liði Tékka á útivelli. Við spurðum Hallberu að lokum hvort íslensku stelpurnar næðu að koma skrokknum í gott stand fyrir leikinn á þriðjudag.

„Við hlupum eins og vitleysingar í dag en við erum með frábært teymi með okkur og það er séð svo vel um okkur að þetta verður flott.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Hallberu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner