Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. nóvember 2014 07:00
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Gunnarsson með nýjan samning við Val
Gunnar í leik með Val í Egilshöll.
Gunnar í leik með Val í Egilshöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Gunnar Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Gunnar er 21 árs varnarmaður sem kom til Vals fyrr á þessu ári.

Nýr samningur er til eins árs en Gunnar kom við sögu í alls tíu leikjum í Pepsi-deildinni á liðnu sumri. Gunnar lék með Stjörnunni og Víkingi í yngri flokkum og svo fyrir Hamar og Gróttu í meistaraflokki áður en hann gekk í raðir Vals.

„Gunnar er getur leyst flestar stöður í vörninni og lofaði góðu þegar hann fékk tækifæri m.a. gegn FH í Kaplakrika. Það eru góðar fréttir að þessi efnilegi varnarmaður verði áfram í röðum félagsins," segir á heimasíðu Vals en þar er birt myndbandsviðtal við hann.

„Það var frábær reynsla að fá að spila fyrir svona stóran klúbb og frábært að fá að endurnýja," segir Gunnar í viðtalinu.

Hann segir gott jafnvægi í þjálfarateymi Vals en Ólafur Jóhannesson tók við stjórnartaumunum með Sigurbjörn Hreiðarsson sem aðstoðarmann.

„Ólafur er yfirvægaður gæi og svo er mikill drifkraftur í Bjössa. Mér hefur litist mjög vel á þá hingað til."

Viðtalið sem Ragnar Vignir tók við Gunnar fyrir heimasíðu Vals:

Athugasemdir
banner
banner
banner