Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. janúar 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ManUtd.com 
Mourinho um Valencia: Ekki til betri hægri bakvörður
Valencia hefur átt gott tímabil fyrir Man Utd.
Valencia hefur átt gott tímabil fyrir Man Utd.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, trúir því að það sé ekki til betri hægri bakvörður í heiminum en Antonio Valencia.

Valencia hefur gegnt lykilhlutverki hjá Mourinho, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað stöðu bakvarðar frá árinu 2015.

Valencia skrifaði nýverið undir nýjan samning og Mourinho telur að um heimsins besta hægri bakvörð sé að ræða.

„Það er ekki til betri hægri bakvörður í fótboltaheiminum. Það eru forréttindi fyrir okkur að hafa svona góðan leikmann í okkar röðum, og svona góðan mann," sagði Mourinho.

Mourinho reyndi að kaupa Valencia til Real Madrid á sínum tíma, en þá var hann ekki hægri bakvörður. Mourinho ætlaði sér þó að nota hann í þeirri stöðu.

„Já ég vildi fá hann til þess að spila hægri bakvörð," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner