Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. apríl 2018 15:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man Utd og Tottenham: Alexis kemur inn
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez snýr aftur í byrjunarlið Manchester United gegn Tottenham í undanúrslitum enska FA-bikarsins í dag. Lukaku kemur líka aftur inn og Anthony Martial og Marcus Rashford þurfa að gera sér það að góðu að verma varamannabekkinn.

Jose Mourinho, stjóri United, gerði margar breytingar fyrir leikinn gegn Bournemouth síðastliðinn miðvikudag eftir 1-0 tap gegn West Brom um síðustu helgi.

Leikurinn gegn Bournemouth vannst 2-0 en Mourinho gerir samt fimm breytingar.

Luke Shaw, sem spilaði gegn Bournemouth, er ekki í hóp í dag, en Rashford, Martial, Fellaini og Darmian eru á bekknum.

Tottenham byrjar með mjög sterkt lið. Michel Vorm er í samt í markinu og Hugo Lloris á bekknum. Vorm hefur verið að spila í bikarkeppninni og Pochettino treystir honum.

Hér að neðan eru byrjunarliðin en leikurinn hefst 16:15. Í húfi er sæti í úrslitaleiknum.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Valencia, Jones, Smalling, Young, Matic, Herrera, Pogba, Lingard, Sanchez, Lukaku.
(Varamenn: Pereira, Darmian, Lindelof, Fellaini, Mata, Martial Rashford)

Byrjunarlið Tottenham: Vorm, Trippier, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Alli, Son, Kane.
(Varamenn: Lloris, Aurier, Alderweireld, Wanyama, Sissoko, Lamela, Moura)
Athugasemdir
banner
banner