Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 21. maí 2017 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Stjarnan fyrsta liðið til að vinna KA
Eyjólfur Héðinsson gerði sigurmark Stjörnunnar.
Eyjólfur Héðinsson gerði sigurmark Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan 2 - 1 KA
1-0 Guðjón Baldvinsson ('22)
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('42)
2-1 Eyjólfur Héðinsson ('90)
Lestu nánar um leikinn

Síðasti leikur dagsins í Pepsi-deild karla var að ljúka. Stjarnan fékk hressa norðanmenn í heimsókn á Samsung völlinn í Garðabæ.

Stjarnan og KA voru í efstu tveimur sætum Pepsi-deildarinnar fyrir leikinn og það var því spennandi að sjá hvað myndi gerast.

Heimamenn í Stjörnunni byrjuðu betur og þeir komust yfir á 22. mínútu. Þá skoraði Guðjón Baldvinsson eftir hornspyrnu.

Jöfnunarmarkið kom áður en flautað var til hálfleiks. Stjörnumenn náðu ekki að hreinsa og boltinn datt fyrir hinn danska Emil Lyng sem átti skot sem Ásgeir Sigurgeirsson stýrði í netið, 1-1 í Garðabænum.

Seinni hálfleikurinn var frekar rólegur og það virtist flest benda til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli, en þannig endaði þetta ekki. Stjarnan nældi sér í þrjú stig undir lokin.

Sigurmarkið var ekki af verri gerðinni! Það gerði Eyjólfur Héðinsson í uppbótartíma. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir hornspyrnu og hamraði boltanum í netið.

Sigur Stjörnunnar staðreynd, en þeir fyrsta liðið til að vinna KA. Stjarnan er núna ein á toppi deildarinnar, en KA er með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner