Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. maí 2018 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pereira snýr aftur til Man Utd
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira, brasilískur miðjumaður Manchester United, gerði góða hluti á láni hjá Valencia á tímabilinu. Spænska félagið vill kaupa ungstirnið en Rauðu djöflarnir neita að selja.

Pereira spilaði 29 leiki í öllum keppnum og var þetta annað tímabilið hans í röð á láni hjá liði í efstu deild á Spáni. Á síðasta tímabili lék hann 37 leiki fyrir Granada.

Pereira er 22 ára gamall og hefur leikið 36 sinnum fyrir yngri landslið Brasilíu. Hann snýr aftur til Manchester í dag og segist vera tilbúinn fyrir næstu áskorun.

„Ég fer aftur til Manchester United í dag en Valencia og stuðningsmenn þess munu eiga stað í hjarta mínu að eilífu," sagði Pereira.

„Ég er tilbúinn til að sanna mig á Englandi og hlakka til að takast á við nýja áskorun."
Athugasemdir
banner
banner
banner