Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 21. júní 2018 22:18
Sævar Ólafsson
Doddi: Svekktir að taka ekki þrjú stig
Við vitum að Collina er ekki að dæma í 1.deildinni íslensku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Einarsson sem stjórnaði liði Leiknis í dag var brúnaþungur eftir leik Leiknis og Selfyssinga í dag á Leiknisvelli. Leikurinn var langtímunum saman eign Leiknismanna en niðurstaðan var 1-1 jafntefli í æsispennandi hasarleik.

„Við erum náttúrulega svekktir að taka ekki þrjú stig – ég held að leikurinn hafi þróast þannig að við hefðum átt að skora fleiri mörk en eitt en við vorum klaufar á síðasta þriðjungi þar sem við fengum gríðarlega góðar stöður og nýttum þær“

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Selfoss

Leiknismenn lentu undir á þriðju mínútu þegar Miroslav Pushkarov missti boltann til Gilles Ondo sem skoraði og kom gestunum á bragðið.

„Ég held við höfum bara haldið show eftir það sko – byrjum á þessu klaufalega marki þarna í blábyrjun og það er bara svona, heiðarleg fótboltamistök hjá Pushkarov og í framhaldi af því held ég að leikmenn hafi bara svarað ágætlega – eina sem vantaði var kannski að reka smiðshöggið á sóknirnar..“

Það var mikið um að vera í síðari hálfleik þar sem hitinn var við suðumark á tímum og nokkur atriði sem Leiknismenn voru hreint ekki sáttir við að ekki hefði verið flautað á (miðað við hrópin úr boðvangi þeirra í það minnsta).

„Það er svo ódýrt að fara alltaf – við fengum fullt að leikstöðum sem við áttum að nýta betur og hérna jú við hefðum átt að fá einu sinni aukaspyrnu á stórhættulegum stað og einu sinni víti en það var ekki dæmt og við fengum fullt af leikstöðum sem við hefðum átt að nýta sjálfir
„Þannig að það er bara fullt af atvikum í fótboltaleik sem að geta farið hingað og þangað og þar með talin dómgæslan og við vitum að Collina er ekki að dæma í fyrstu deildinni íslensku“


Viðtalið í heild sinni má nálgast hérna í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner