Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. júlí 2017 14:32
Magnús Már Einarsson
ÍBV fær miðvörð sem ólst upp hjá Middlesbrough (Staðfest)
Atkinson í baráttu við Arouna Kone í bikarleik Everton og Carlisle árið 2016.
Atkinson í baráttu við Arouna Kone í bikarleik Everton og Carlisle árið 2016.
Mynd: Getty Images
ÍBV hefur fengið enska miðvörðinn David Atkinson til liðs við sig fyrir síðari hluta sumars í Pepsi-deildinni.

Atkinson er 24 ára gamall en hann er uppalinn hjá Middlesbrough. Frá 2014 til 2016 lék Atkinson 31 leik í ensku D-deildinni með Carlisle.

David hefur síðan þá leikið með Blyth Spartans í ensku utandeildinni.

„Bjóðum við hann velkominn til Eyja og áfram ÍBV!" segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.

David á að fylla skarð Avni Pepa sem gekk til liðs við Arendal í norsku C-deildinni í vikunni.

Mættur í Draumaliðsdeildina
Atkinson er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Þú getur keypt hann í þitt lið!
Athugasemdir
banner
banner