Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. ágúst 2014 14:45
Fótbolti.net
Uppgjör umferðarinnar - Grínmark í Kópavoginum
Heimir Guðjónsson spjallar við Davíð Þór Viðarsson.
Heimir Guðjónsson spjallar við Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólin skein á áhorfendur á Fylkisvelli.
Sólin skein á áhorfendur á Fylkisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Agnar Bragi Magnússson, leikmaður Fylkis.
Agnar Bragi Magnússson, leikmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni gerir Fótbolti.net upp umferðina á hressandi hátt. Þetta er allt til gamans gert og ber oft á tíðum ekki að taka of hátíðlega. Hér að neðan má sjá punkta úr 15. umferðinni sem hófst á föstudag en lauk í gær.

Leikur umferðarinnar: Fylkir 4 - 1 Þór
Fylkismenn sýndu góð tilþrif á löngum köflum gegn Þór. Andleysi Þórsarar hjálpaði til en Fylkir hefur fundið betri takt og verið að vinna leikina gegn liðunum í kringum sig. Finnur Ólafsson, Gunnar Örn Jónsson og Albert Brynjar Ingason voru í stuði og gestirnir réðu ekkert við þá.

Þjálfari umferðarinnar: Rúnar Páll Sigmundsson
Margir bjuggust við því að Stjörnumenn myndu hiksta gegn Val þar sem stórleikur gegn Inter var á næsta leyti. Rúnar fékk þó menn til að einbeita sér að verkefninu á Vodafone-Hlíðarenda þar sem Garðbæingar skiluðu inn þremur stigum í spennandi titilbaráttu.

Mark umferðarinnar: Arnar Már Björgvinsson
Skoraði fyrra mark Stjörnunnar með frábæru skoti sem söng í netinu. Átti hörkuskot fyrir utan teig sem fór í stöng og inn. Patrick Pedersen skoraði einnig frábært mark í leiknum.

Grínmark umferðarinnar: Árni Vilhjálmsson
Breiðablik vann sigur á Fram 3-0 þar sem öll mörkin komu í lokin. Árni Vilhjálmsson braut ísinn með afar kómísku marki. Fram átti aukaspyrnu, Hafsteinn Briem tók hana (eða ætlaði að stilla boltanum upp fyrir markvörðinn) laflaust svo Árni komst á milli og skoraði. Sannkölluð gjöf en dómarinn gerði rétt með því að láta það standa.

Skot umferðarinnar: Oddur Ingi Guðmundsson
Skoraði nánast frá miðju. Sýndi góða skottækni en Sandor Matus gerði mistök í sparki sínu frá markinu og lagði upp fyrir Odd. Sandor var ekki slakur í leiknum en þessi mistök koma honum í Ekki liðið...

Ekki lið umferðarinnar:
Sandor Matus (Þór)

Ingi Freyr Hilmarsson (Þór) - Unnar Már Unnarsson (Keflavík) - Atli Jens Albertsson (Þór) - Atli Már Þorbergsson (Fjölnir) - Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)

Hafsteinn Briem (Fram) - Frans Elvarsson (Keflavík) - Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) - Ármann Pétur Ævarsson (Þór)

Jóhann Helgi Hannesson (Þór)

Hrun umferðarinnar: Fram
Framarar hrundu gjörsamlega eftir að hafa fengið á sig fyrsta markið gegn Breiðabliki.

Ummæli umferðarinnar: Heimir Guðjónsson
„Það er samkeppni hjá FH og ef menn leggja sig ekki fram á æfingum og leikjum að þá geta þeir lent á bekknum," sagði Heimir eftir 2-0 sigur gegn Keflavík. Atli Viðar Björnsson og Atli Guðnason voru meðal varamanna.


Peppari umferðarinnar: Henrik Bödker
Bödkerinn var í gírnum á bekknum hjá Stjörnunni. Lítið eftir gegn Val og það lá örlítið á Stjörnunni. Bödkerinn snýr sér við að Silfurskeiðinni og öskrar þá áfram.

Dómari umferðarinnar: Kristinn Jakobsson
Kristinn hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu í sumar. Hann var fantaflottur með flautuna þegar Fylkir rúllaði yfir Þór.

Brot af umræðunni undir #fotboltinet á Twitter








Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner