Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. apríl 2018 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Souness gagnrýnir Wenger og segir hann hafa unnið of lítið
,,Ekki hægt að bera hann saman við Ferguson"
Mynd: Getty Images
Síðan Arsene Wenger tilkynnti að hann yrði ekki stjóri Arsenal á næsta tímabili hefur hann verið hlaðinn lofi, frá leikmönnum, knattspyrnustjórum og öðru fólki.

Það þarf þó alltaf að vera einhver sem er ekki aðdáandi númer eitt og í þessu tilviki er það Graeme Souness, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool. Souness hefur verið duglegur að gagnrýna Paul Pogba leikmann Manchester United og Wenger er næsta fórnarlamb hans.

„Wenger hefði átt að vinna meira," segir Souness sem vinnur í dag sem sérfræðingur fyrir Sky Sports.

„Hann er borinn saman við Fergie (Sir Alex Ferguson) en það á ekki að vera að bera þá saman. Wenger hefur átt nokkur frábær lið en Fergie átti þau líka nokkur og hann vann 13 deildartitla og Meistardeildina tvisvar, líka fimm FA-bikara og fjórum sinnum stóð hann uppi sem sigurvegari í deildarbikarnum."

„Bob Paisley, sem fékk mig til Liverpool, vann sex deildartitla, þrjá Evrópubikara og þrisvar vann hann deildarbikarinn. Hann var stjóri Liverpool í níu ár," sagði Souness og ítrekaði það að Wenger hefði átt að vinna meira á 22 árum sínum sem stjóri Arsenal.

Arsenal er að fara að mæta West Ham í ensku úrvalsdeildinni klukkan 12:30. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner