Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2017 07:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Niang vill fara frá Watford - Ætlar aftur til Mílanó
Niang fagnar marki.
Niang fagnar marki.
Mynd: Getty Images
M'Baye Niang hefur sagt Sky Sports frá því að hann ætli sér að yfirgefa Watford eftir tímabilið og snúa aftur til AC Milan.

Niang, sem er 22 ára gamall, kom til Watford á láni í janúar og búist var við því að hann yrði svo keyptur þangað í sumar.

Niang ætlar þó að snúa aftur til Ítalíu, en hann segir margar ástæður liggja þar að baki, þar á meðal það að knattspyrnustjórinn Walter Mazzarri verður ekki áfram með Watford á næstu leiktíð.

Niang skoraði í sínum öðrum leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Burnley í febrúar, en hann hefur aðeins einu sinni skorað síðan þá.

Hann hefur spilað 15 leiki fyrir Watford og hann hefur hjálpað þeim að tryggja sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni.

Samningur hans hjá AC Milan rennur út í sumar, en hann vill endursemja þar. Hann vill vera áfram í Mílanó.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner