Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. júlí 2017 08:40
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne: Lukaku er ekki Messi en mun blómstra hjá Man Utd
Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku á æfingu hjá belgíska landsliðinu.
Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku á æfingu hjá belgíska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Það á ekki að bera Romelu Lukaku saman við Lionel Messi en hann er frábær kaup fyrir Manchester United. Þetta segir Kevin De Bruyne, liðsfélagi Lukaku með belgíska landsliðinu.

Lukaku hefur skorað í tveimur síðustu æfingaleikjum Manchester United og fengið verðskuldað lof fyrir það hvernig hann hefur náð að smella inn í liðið.

„Hann mun standa sig mjög vel. Allir vita hverjir hans styrkleikar eru og hann mun gera það sem hann þarf að gera. Hann er með sinn leikstíl og það á ekki að bera hann saman við Messi. Hann er stór og sterkur og getur verið magnaður," segir De Bruyne.

„Þegar menn eru keyptir á háar fjárhæðir verða þeir oft fyrir stríðni á samskiptamiðlum. Það er ekki hægt að hugsa út í það. Þú verður bara að vinna þína vinnu. Ég held að han nmuni skora 20-25 mörk á tímabili fyrir United."

Lukaku hefur skorað 88 mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan 2012 en aðeins Sergio Aguero hefur gert fleiri.

„Markahlutfall hans er magnað. Hann er einn sá besti í heimi og hvað er hann gamall, 24?" segir De Bruyne sem leikur fyrir erkifjendur United í Manchester City.

Næsti æfingaleikur United er gegn Real Madrid í San Jose á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner