Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   lau 22. júlí 2017 19:24
Elvar Geir Magnússon
Fanndís: Þessar konur eru ekki með þetta
Fanndís skoraði mark Íslands í dag.
Fanndís skoraði mark Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er gríðarlega svekktur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Íslands, eftir tapið gegn Sviss í kvöld. Fanndís kom Íslandi yfir í leiknum en Sviss skoraði tvívegis eftir það.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Sviss

„Það er alltaf gaman að skora en ömurlegt þegar það telur ekki neitt."

„Eftir að þær komust yfir spenntumst við upp. Það voru tækifæri sem við hefðum getað nýtt okkur með smá ró og yfirvegun. Við reyndum eins og við gátum að dæla boltanum inn í en þetta gekk ekki upp."

Hlutirnir voru ekki að ganga upp hjá stelpunum okkar og ofan á það voru stórir hlutir í dómgæslunni að fara gegn þeim.

„Dómarinn var oft að flauta út í loftið og stoppa flæðið í leiknum. Við náðum engu flæði í leikinn. Þær voru duglegar að væla í henni."

Hefðum við átt að vera duglegri að væla í dómaranum líka?

„Nei það á að láta þessar kellingar eiga sig. Þær eiga að láta leiknum að fljóta."

Það er gríðarlegur uppgangur í kvennafótbolta frá öllum hliðum séð en svo virðist sem dómgæslan sé hinsvegar að sitja eftir.

„Ég er sammála þér þarna. Það er eins og þessar konur séu ekki með þetta. Þær eru ekki á sama leveli og við," sagði Fanndís en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner