Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 22. júlí 2017 20:01
Arnar Daði Arnarsson
Sara Björk: Dómgæslan í Meistaradeildinni er betri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er margt svekkjandi við þennan leik. Við komumst yfir og vorum ferskar og mér fannst við vera með góð tök á leiknum. Síðan ná þær að jafna samt finnst mér eins og það sé góður kraftur í okkur. Eftir það erum við kærulausar í varnarleiknum og þær refsa okkur fyrir það," sagði fyrirliðinn, Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 2-1 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Sviss

„Þegar við þorðum að spila og skipta á milli kanta þar sem svæðin voru þá náðum við að spila vel. Það var eitthvað sem við hefðum átt að gera meira af í leiknum. Það voru óþarflega margir langir boltar þegar við gátum fundið einföld svæði sem við gátum spilað í. Við gerðum það á köflum eins og markið sem við skorum. Þá kemur bolti frá hægri yfir á vinstri þar sem Fanndís er ein. Þetta er eitthvað sem við hefðum getað gert meira af."

Lara Dickenmann sem skoraði fyrra mark Sviss í leiknum hefði hæglega geta fengið rautt spjald strax á fimmtu mínútu leiksins eftir karate-spark í Dagnýju Brynjarsdóttur.

„Hún hefði alveg eins geta fengið rautt. Síðan þegar líður á leikinn þá er hún að brjóta af sér og dómarinn gerir lítið í því. Dómarinn var svolítið spes," sagði Sara sem var greinilega allt annað en ánægð með sú rússnesku með flautuna.

„Ég get alveg viðurkennt það að ég var ekki ánægð með dómgæsluna í kvöld. Það hallaði miklu meira á okkur í leiknum. Aftur finnst mér það falla með hinu liðinu."

Sara Björk hefur spilað lengi í Evrópu og á hæsta leveli. Er þetta það besta sem hægt er að bjóða uppá?

„Í Meistaradeildinni er þetta betra. Síðan lendir maður stundum á lélegri dómgæslu. Ég ætla ekki að fara ræða og kenna dómgæslunni um það að við höfum tapað. Við áttum að gera betur í mörkunum sem við fáum á okkur. Við þurfum að skora úr föstum leikatriðum, við erum mikið sterkari en þær í föstum leikatriðum og við fengum horn og aukaspyrnur til að setja boltann inn," sagði Sara Björk sem segir að það sé aðeins eitt í boði fyrir lokaleikinn, burt sé frá því hvort liðið eigi séns á að komast áfram eður ei.

„Ég ætla að vinna næsta leik. Það er það eina sem ég hugsa um," sagði fyrirliðinn, Sara Björk Gunnarsdóttir að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu á morgun.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner