Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. ágúst 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Þrenna Tryggva: Sé ekki hvað þetta á að gera
Mynd: Fótbolti.net
Gulli Jóns er hættur með ÍA.
Gulli Jóns er hættur með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Hér má sjá það sem vakti athygli Tryggva í leikjunum fimm í sextándu umferðinni.



Leikjaplanið hjálpar FH en vinnur líka á móti
Það böggar mig aðeins að það séu komnar tvær umferðir þar sem FH spilar ekki. Það er skiljanlegt að þessir leikir fari ekki fram út af álagi í Evrópukeppni en þetta gerir manni erfitt fyrir að spá í spilin. Það er erfitt að vera með frestaða leiki þegar andstæðingarnir ná í þrjú stig. Þá þarftu að elta eins og FH er að gera núna og það er erfitt. Valur er tíu stigum á undan og Stjarnan fimm. Ég er á því að þetta hjálpi hvað varðar hvíldina í Evrópukeppninni en síðan er hin hliðin að það verður aukin pressa á FH að þurfa að klára þessa frestuðu leiki.

Hörð fallbarátta
Þetta voru ótrúlega mikilvæg þrjú stig hjá ÍBV uppi á skaga í einum leiðinlegasta leik sem ég hef séð. Markverðirnir voru í sviðsljósinu báðu megin. Derby Carrillo bjargaði þessum þremur stigum fyrir ÍBV á meðan Árni (Snær Ólafsson) tapar þessum þremur stigum með þessu klaufalega marki sem hann fær á sig. Þetta sendir ÍA niður. Fjölnir skíttapaði á teppinu í Garðabænum. Fjölnir á leik til góða en það er eitthvað ekki að ganga upp í þeirra leik. Að mínu mati er ÍA fallið og svo er þetta spurning um ÍBV, Fjölni eða Víking Ólafsvík. Það er aðeins auðveldara prógram eftir hjá Fjölni en ÍBV en hins vegar virðast Eyjamenn oft vera betri á móti stóru liðunum.

Fúlt að Gulli sé farinn
Gulli Jóns kastaði inn handklæðinu uppi á skaga. Mér finnst það pínu leiðinlegt. Ég sé ekki alveg hvað þetta á að gera. Mér finnst Gulli vera réttur maður á réttum stað og hann hefur sannað það undanfarin þrjú ár. Eins og kemur fram í langri yfirlýsingu ÍA þá hafa þeir verið óheppnir með meiðsli og síðan hjálpaði ekki að selja nafna minn Tryggva (Hrafn Haraldsson). Ábyrgð Gulla er alltaf einhver en mér finnst fúlt að hann sé farinn. Ég sé ekki að það eigi eftir að breyta miklu.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner