Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. ágúst 2017 10:00
Fótbolti.net
Lið 17. umferðar í Inkasso-deildinni: Toppbaráttan harðnar
Andrés Már skoraði fyrir Fylki.
Andrés Már skoraði fyrir Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jón Gísli skoraði tvö gegn Gróttu.
Jón Gísli skoraði tvö gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Björgvin Stefánsson framherji Hauka er í liðinu.
Björgvin Stefánsson framherji Hauka er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
17. umferðinni í Inkasso-deildinni lauk á laugardaginn. Keppnin á toppnum harðnaði ennþá frekar og útlit fyrir að síðustu fimm umferðirnar verði æsispennandi í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni að ári.

Haukar unnu topplið Keflavíkur og færðust nær í baráttunni með 4-2 sigri eftir að hafa lent 2-0 undir á heimavelli sínum. Björgvin Stefánsson skoraði tvö fyrir Hauka og Harrison Hanley skoraði einnig og var maður leiksins.

Albert Brynjar Ingason skoraði þrennu og Andrés Már Jóhannesson eitt mark þegar Fylkir sigraði Leikni frá Fáskrúðsfirði 4-1.

Eyjólfur Tómasson var frábær í marki Leiknis í 2-0 útisigri gegn Selfyssingum. Halldór Kristinn Halldórsson var einnig drjúgur í vörn Leiknis en hjá heimamönnum var Þorsteinn Daníel Þorsteinsson bestur.

ÍR fór langt með að tryggja sæti sitt í deildinni á næsta ári með 3-0 sigri á Gróttu. Jón Gísli Ström, Ström vélin, fann markaskóna á nýjan leik og skoraði tvívegis. Már Viðarsson var síðan öflugur í vörninni.

Vilhjálmur Pálmason var maður leiksins í sigri Þróttar R. á HK og fyrir norðan var Jónas Björgvin Sigurbergsson öflugur á miðjunni hjá Þór í 2-2 jafntefli gegn Fram.

Sjá einnig:
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner