Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. september 2014 11:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Formaður Þórs: Hann mætti kenna sér sjálfum um
Betur fór en á horfðist.
Betur fór en á horfðist.
Mynd: JYJ
Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, er ósáttur við ummæli Harjit Delay, stuðningsmanns FH, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Delay slasaðist illa á andliti þegar hann féll úr stúkunni fyrir leik Þórs og FH nýlega.

Delay reyndi að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, leikmanni FH, „fimmu" fyrir leikinn en féll úr stúkunni og lenti með andlitið á steypukanti. Höfuðkúpan er brákuð, þrjár tennur brotnuðu og hann er með miklar bólgur á heilanum meðal annars.

Delay segist íhuga að leita réttar síns því aðstaðan á Þórsvelli sé hættuleg og nauðsynlegt að yfirfara öryggismálin.

„Stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir Aðalsteinn í viðtali við Vísi.

„Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner