Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. nóvember 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton fær stóra sekt - Stuðningsmaður með barn sló Lopes
Frá atvikinu.
Frá atvikinu.
Mynd: Getty Images
Everton hefur fengið 30 þúsund evru sekt frá UEFA eftir atvik sem átti sér stað í leik í Evrópudeildinni í síðasta mánuði.

Everton lék gegn Lyon á Goodison Park og þar sauð allt upp úr þegar varnarmaðurinn Ashley Williams ýtti Anthony Lopes, markverði Lyon, á auglýsingaskilti, í leiknum sem enska liðið tapaði 2-1.

Þá tók einn stuðningsmaður Everton upp á því að slá Lopes, en á meðan hann gerði það, hélt hann á ungum syni sínum.

UEFA hefur nú farið vel og vandlega yfir atvikið og sektað Everton eins og áður kemur fram.

Stuðningsmaðurinn var dæmdur í ævilangt bann frá heimavelli Everton og má aldrei aftur mæta á heimavöll liðsins.

„Ég held að það sé nú ekki hluti af enskri fótboltamenningu að vera sleginn af áhorfanda! Þetta var ekkert stórmál. Lætin urðu til þess að áhorfendur vöknuðu og þeir virtust elska þetta," sagði Lopes, markvörður Lyon, eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner