Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. nóvember 2017 09:40
Elvar Geir Magnússon
Víkingar kynna Sölva á fréttamannafundi í dag
Sölvi hefur leikið 28 landsleiki. Sá síðasti var í janúar í fyrra.
Sölvi hefur leikið 28 landsleiki. Sá síðasti var í janúar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 12:30 í dag. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklega verið að opinbera að Sölvi Geir Ottesen sé að koma heim.

Þessi 33 ára miðvörður lék með Víkingum áður en atvinnumannaferill hans erlendis hófst. Sölvi hóf atvinnumannsferilinn hjá Djurgarden í Svíþjóð 2004 og spilaði svo einnig með SönderjyskE og FC Kaupmannahöfn í Danmörku áður en hann hélt til Rússlands og svo til Kína og Tælands.

„Ég er feginn að vera kominn heim og ég lít á þennan tíma úti sem mjög góðan og skemmtilegan. Ég hlakka mikið til og hef mikinn metnað til að standa mig hér á landi og sýna að ég geti enn spilað fótbolta," sagði Sölvi við 365 miðla á dögunum, eftir að hann opinberaði að hann myndi leika á Íslandi næsta sumar.

Víkingar enduðu í 8. sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili. Logi Ólafsson heldur áfram sem þjálfari liðsins en Arnar Gunnlaugsson var á dögunum ráðinn aðstoðarmaður hans í stað Bjarna Guðjónssonar sem fór til KR til að verða aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar.
Athugasemdir
banner
banner