Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frábær byrjun dugði skammt gegn Noregi á La Manga
Fanndís skoraði mark Íslands.
Fanndís skoraði mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 2 Noregur:
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('3)
1-1 Synne Jensen ('42)
1-2 Synne Jensen ('61)

A-landslið kvenna þurfti að sætta sig við tap gegn Noregi í vináttulandsleik dag á La Manga á Spáni.

Íslenska liðið byrjaði betur og komst yfir strax á þriðju mínútur. Það var Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Marseille, sem skoraði og var það hennar 14. landsliðsmark.

Ísland virtist ætla að leiða 1-0 í hálfleik en Synne Jensen sá til þess að svo var ekki. Hún jafnaði fyrir Norðmenn á 42. mínútu.

Synne var svo aftur á ferðinni eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleik en það reyndist sigurmark Noregs, 2-1.

Fimm leikmenn voru að leika sinn fyrsta leik fyrir Íslands hönd: Anna Rakel Pétursdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir.

Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir
Sif Atladóttir (Guðný Árnadóttir '46)
Glódís Perla Viggósdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir (Ingibjörg Sigurðardóttir '58)
Anna Rakel Pétursdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir (Selma Sól Magnúsdóttir '68)
Andrea Rán Hauksdóttir (Andrea Mist Pálsdóttir '68)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Rakel Hönnudóttir
Sandra María Jessen (Agla María Albertsdóttir '58)
Fanndís Friðriksdóttir (Hlín Eiríksdóttir '83)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner