Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Jóhannes gefur ekki kost á sér áfram í stjórn KSÍ
Jóhannes Ólafsson.
Jóhannes Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framboðsfrestur í stjórn KSÍ rennur út á laugardag en þá eru tvær vikur í ársþing sambandsins. Gísli Gíslason, Ragnhildur Skúladóttir og Rúnar V. Arnarson gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en kjörtímabili þeirra lýkur á ársþinginu.

Jóhannes Ólafsson úr Vestmanneyjum gefur ekki áfram kost á sér í stjórn en hans kjörtímabili lýkur einnig á ársþinginu. Því er ljóst að það verður að minnsta kosti einn nýr stjórnarmaður kjörinn á ársþinginu. Jóhannes hefur verið í stjórn KSÍ undanfarin fjögur ár og varastjórn þar á undan en hann ætlar nú að hætta.

Guðni Bergsson, formaður var kosinn til tveggja ára á síðasta ársþingi sem og stjórnarmennirnir Guðrún Inga Sívertsen, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason og Vignir Már Þormóðsson.

Eins árs kjörtímabili varamanna í aðalstjórn lýkur á ársþinginu en þeir Ingvar Guðjónsson, Jóhann Torfason og Kristinn Jakobsson gefa allir kost á sér áfram sem varamenn.

Jakob Skúlason (Vesturland), Björn Friðþjófsson (Norðurland) og Tómas Þóroddsson (Suðurland) gefa áfram kost á sér sem aðalfulltrúar landsfjórðunga en Magnús Ásgrímsson (Austurland) gefur ekki kost á sér áfram.

Fyrir liggur lagabreytingartillaga til samþykktar á ársþingi KSÍ 2018 um lengd kjörtímabils fulltrúa landsfjórðunga. Verði tillagan samþykkt munu fulltrúar landsfjórðunga ekki vera meðlimir í stjórn KSÍ og mun kjörtímabil þeirra ná til tveggja ára í stað eins árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner