Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kane og Pickford bestir í enska landsliðinu
Kane skoraði tvö gegn Pickford 9. september og bætti tveimur við 14. janúar.
Kane skoraði tvö gegn Pickford 9. september og bætti tveimur við 14. janúar.
Mynd: Getty Images
Harry Kane og Jordan Pickford voru verðlaunaðir fyrir að vera bestu menn enska landsliðsins á síðasta ári.

Kane skoraði sjö mörk í sex leikjum er landsliðið tryggði sig á HM í Rússlandi. Hann skoraði sigurmörkin gegn Slóveníu og Litháen og gerði jöfnunarmarkið á síðustu mínútu gegn Skotlandi.

Kane bar fyrirliðabandið í nokkrum leikjum og er búist við að hann verði gerður að fyrirliða landsliðsins fyrir HM.

„Það er mikill heiður að spila fyrir landsliðið og hvað þá að vera valinn bestur. Það er draumur allra knattspyrnumanna að vera partur af landsliðinu og komast á HM," sagði Kane.

Pickford, markvörður Everton, var valinn bestur í U21 landsliðinu sem komst í undanúrslit Evrópumótsins í Póllandi síðasta sumar.

Pickford varði vítaspyrnu gegn Svíum í opnunarleiknum og fer að öllum líkindum með aðalliðinu til Rússlands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner